LF og Sundsvall fundu sigra í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. LF lagði ecoÖrebro á heimavelli og þá náði Sundsvall í tvö góð stig á útivelli þegar liðið heimsótti Jamtland.
LF Basket 93-80 ecoÖrebro
Haukur Helgi Pálsson gerði 11 stig, tók 2 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir LF í kvöld. Jaraun Burrows var stigahæstur með 27 stig og 11 fráköst.
Jamtland 86-95 Sundsvall Dragons
Shane Edwards var stigahæstur hjá Sundsvall með 25 stig en Hlynur Bæringsson bætti við 20 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Ragnar Nathanaelsson fékk að spreyta sig í tæpar tvær mínútur en komst ekki annars á blað. Jakob Örn Sigurðarson gerði 17 stig fyrir drekana og gaf 4 stoðsendingar og þá var Ægir Þór Steinarsson með 2 stig og 2 stoðsendingar.
Eftir kvöldið er Sundsvall í 5. sæti deildarinnar með 16 stig en LF er í 6. sæti með 12 stig. Boras er á toppi deildarinnar með 20 stig, 10 sigra og 2 tapleiki.