Jakob Örn Sigurðarson gerði 25 stig í sænsku úrvalsdeidinni í kvöld þegar Sundsvall Dragons lögðu ecoÖrebro í drekabælinu í Svíþjóð. Sundsvall og LF lönduðu sigrum en Solna Vikings máttu fella sig við naumt tap á heimavelli þegar Uppsala kom í heimsókn.
Jamtland 71-89 LF Basket
Haukur Helgi Pálsson daðraði við þrennuna með 11 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann stal einnig fimm boltum og varði eitt skot á þeim tæpu 38 mínútum sem hann lék í leiknum. Stigahæstur í sigurliði LF var Christopher Ryan með 23 stig.
Sundsvall 102-87 ecoÖrebro
„Kobba-form“ lætur ekki að sér hæða en Jakob Örn Sigurðarson gerði 25 stig og var stigahæstur í liði Sundsvall í kvöld. Jakob var einnig með 4 stoðsendingar og eitt frákast á tæpum 35 mínútum. Hlynur Bæringsson bætti við 19 stigum, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á rúmum 33 mínútum. Ægir Þór Steinarsson var með 6 stig, 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Ragnar Nathanaelsson skroaði ekki á þeim tæpu fimm mínútum sem hann spilaði en hann var með tvö fráköst.
Solna 83-88 Uppsala
15 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolnir boltar dugðu ekki fyrir Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Solna Vikings í kvöld en Ísafjarðartröllið skilaði þessum tölum á tæpum 34 mínútum.
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni
Grundserien
| Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma +/- i rad | Borta +/- i rad | JM |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | NOR | 25 | 18 | 7 | 36 | 2195/2021 | 87.8/80.8 | 9/3 | 9/4 | 88.8/80.3 | 86.9/81.4 | 4/1 | 8/2 | +1 | +2 | +1 | 4/0 |
| 2. | SÖD | 23 | 17 | 6 | 34 | 1934/1835 | 84.1/79.8 | 10/2 | 7/4 | 87.5/80.4 | 80.4/79.1 | 3/2 | 7/3 | -1 | -1 | +2 | 4/2 |
| 3. | SUN | 24 | 17 | 7 | 34 | 2080/1979 | 86.7/82.5 | 10/3 | 7/4 | 89.0/83.7 | 83.9/81.0 | 5/0 | 7/3 | +5 | +10 | +2 |
Fréttir |



