Meistarar LA Lakers unnu sinn sjöunda leik í röð í nótt þegar þeir lögðu SA Spurs að velli, 83-92. Á meðan unnu Boston Celtics góðan sigur á Denver Nuggets, 113-99, Cleveland vann New Orleans, 92-105, og NJ Nets, versta lið deildarinnar vann sinn áttunda sigur í vetur þegar þeir lögðu Sacramento Kings, 93-79.
Lakers sýndu mikinn karakter í sigrinum á Spurs þar sem þeir eltu lengi vel framan af leik, en í fjórða leikhluta tók Koe Bryant við sér og Lakers unnu sannfærandi sigur. Kobe skoraði 24 stig og fór með því upp fyrir Alex English í 12. sæti stigahæstu leikmanna NBA frá upphafi. Hann er nú kominn með 25.636 stig og þarf um 800 stig í viðbót til að ná John Havlicek sem er í ellefta sæti.
Á meðan Kobe var að gera góða hluti átti Tim Duncan einn af sínum verstu leikjum þar sem hann skoraði aðeins sex stig.
Eftir æði misjafna frammistöðu á vormánuðum virðast Boston Celtics vera komnir í úrslitaham þar sem þeir léku á als oddi gegn Denver í nótt.
Paul Pierce og Kevin Garnett virðast vera orðnir góðir af meiðslum sem hafa plagað þá í vetur og Rajon Rondo var með þrennu (11/11/15) þannig að græna stórveldið virðist farið að ganga á öllum þessa dagana.
Cleveland eru komnir langleiðina að því að tryggja sér heimavallarréttinn alla leið í úrslitin, ef þeir komast það langt, og áttu ekki í erfiðleikum með New Orleans Hornets þar sem LeBron James var með 38 stig og Zydrunas Ilgauskas lék sinn fyrsta leik með Cavs eftir að hafa samið við liðið upp á nýtt.
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video: http://www.nba.com/gameline/20100324/
Boston 113 Denver 99
Charlotte 108 Minnesota 95
Atlanta 86 Orlando 84
Indiana 99 Washington 82
Toronto 87 Utah 113
New Jersey 93 Sacramento 79
New Orleans 92 Cleveland 105
Milwaukee 86 Philadelphia 101
Oklahoma City 122 Houston 104
San Antonio 83 LA Lakers 92
Golden State 128 Memphis 110



