11:03
{mosimage}
(Sigrún Ámunda mætir fyrrum félögum sínum í dag)
Nýliðar KR geta unnið sinn þriðja leik í röð á meisturum Hauka þegar þær fá þær í heimsókn í DHL-Höllina í dag.
Haukar unnu fyrsta leik liðanna með þremur stigum þegar KR-liðið var kanalaust og lék án Monique Martin. Síðan þá hefur KR unnið báða leiki liðanna, fyrst 88-81 á heimavelli þar sem umrædd Martin skoraði 45 stig, en svo einnig 80-74 á Ásvöllum þar sem Martin var ekki með en Hildur Sigurðardóttir skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hildur hefur skorað 22,7 stig að meðaltali gegn Haukum í vetur.
Sigrún Ámundadóttir hefur einnig verið í miklu stuði með KR gegn sínum gömlu félögum í Haukum en hún er með 14,7 stig og 14,7 fráköst að meðaltali í þremur leikjum liðanna í vetur.
Mynd: Stefán Þór Borgþórsson



