17:55
{mosimage}
(Landsliðsfyriliðinn Signý Hermannsdóttir í leik með Valskonum)
Signý Hermannsdóttir verður áfram fyrirliði kvennalandsliðsins sem er á leiðinni á Norðurlandamótið í Danmörku en hún hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin þrjú ár. Signý mun leiða íslenska liðið í þrettánda sinn þegar liðið mætir Svíum á miðvikudaginn í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu. Líkt og undanfarin tvö ár mun Helena Sverrisdóttir vera vara-fyrirliði liðsins. Helena er þriðji leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins þrátt fyrir að vera aðeins tvítug. Þetta kemur fram á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands, www.kki.is
Signý var fyrst fyrirliði íslenska landsliðsins í vináttulandsleik gegn Englandi í DHL-Höllinni 20. maí 2005. Íslenska liðið vann 71-63 sigur í leiknum og hefur unnið sex af tólf leikjum þar sem Signý hefur verið fyrirliði. Hún hefur alls spilað 44 landsleiki frá því að hún lék sinn fyrsta leik 7. maí 1999 og í þeim hefur Signý skorað 373 stig eða 8,5 að meðaltali.
Smellið hér til að lesa greinina í heild sinni
Mynd: [email protected]



