spot_img
HomeFréttirSigný: Loksins farnar að sýna klærnar

Signý: Loksins farnar að sýna klærnar

11:00
{mosimage}

(Klærnar á lofti!) 

Landsliðsmiðherjinn Signý Hermannsdóttir var sátt í gærkvöldi eftir sigur Vals á Haukum í Vodafonehöllinni. Signý átti góðan leik í liði Vals með 16 stig, 12 fráköst, 7 varin skot og 5 stoðsendingar í 80-79 sigri Vals. 

,,Við erum loksins farnar að sýna klærnar sem við áttum að gera strax í byrjun en við vorum fámennar framan af leiktíðinni en þetta er allt að koma núna. Þó enn sé langt eftir ætlum við að berjast áfram allt til enda og erum hvergi nærri búnar,” sagði Signý í samtali við Karfan.is. 

,,Núna erum við að klára leikina sem við gerðum t.d. ekki gegn Haukum að Ásvöllum og það eru augljós batamerki á okkar leik,” sagði Signý en Valsliðið er skipað að mestu leyti fyrrverandi liðsmönnum ÍS. ,,Já við erum að finna okkur í Vodafonehöllinni. Þetta er æðislegur staður en við töpuðum allt of mörgum leikjum framan af en núna er að koma svona heimatilfinning í okkur,” sagði Signý sem gerir að jafnaði 12,5 stig í leik fyrir Val. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -