spot_img
HomeFréttirSigný: Liðið er byrjað að spila saman

Signý: Liðið er byrjað að spila saman

14:00

{mosimage}
(Signý Hermannsdóttir ásamt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ)

Signý Hermannsdóttir leikmaður Vals var í dag útnefnd besti leikmaðurinn í umferðum 10-17 í Iceland Express deild kvenna. Hún hefur leikið mjög vel um miðbik tímabilsins og á sama tíma hafa Valskonur blandað sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppnninni.

,,Ég hef verið ánægðari með spilamennsku mína undanfarið,” sagði Signý um eigin spilamennsku. ,,Þetta er allt að koma en það er liðið sem er byrjað að spila saman og það breytir öllu en það er ekki eitthvað sem við vorum að gera fyrr í vetur. Þetta verður allt miklu léttara.”

Valsliðið hefur tekið stakkaskiptum við að fá inn Molly Peterman og er Signý ánægð með hennar framlag. ,,Það munar að sjálfsögðu um erlendan leikmann á meðan önnur lið eru með einn eða tvo. Við vorum með lítin hóp til að byrja með og það munar um hvern leikmann. Hún er frábær leikmaður og passer vel inn í okkar lið. Hún er ekki bara hér til að skora.”

Deildin hefur sjaldan verið eins jöfn og mörg jöfn lið eru líkleg til afreka í vetur og þetta er eitthvað sem Signý er ánægð með. ,,Það er meiriháttar gaman að fylgjast með og spennandi að athuga hvernig leikir fara. Það eru allir að vinna alla og svona á þetta að vera,” sagði Signý og taldi möguleika síns liðs ágæta að komast í úrslitakeppnina. ,,Við eigum ennþá séns á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir mjög slaka byrjun. Við ætlum að reyna allt til að komast þangað það er markmiðið.”

Tölfræði umferða 10.-17.
Stig: 16,3
Fráköst: 13,0
Stoðsendingar: 5,0
Stolnir: 1,3
Varin skot: 6,3

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -