spot_img
HomeFréttirSigný Hermannsdóttir: Þurfum að vinna í því að minnka slæmu kaflana

Signý Hermannsdóttir: Þurfum að vinna í því að minnka slæmu kaflana

11:00

{mosimage}
(Signý skoraði 11 stig, tók 9 fráköst og varði 5 skot)

Signý Hermannsdóttir, fyrirliði Íslenska liðsins, átti fínan leik í gærkvöldi þegar íslenska landsliðið tók á móti því slóvenska í B- keppni Evrópukeppninnar. Signý sagði eftir leikinn að tapið hafi að miklu leiti skrifast á lélega skotnýtingu í leiknum sem og tæknifeilar eins og að missa boltan klaufalega frá sér.


,,Þær hitta líka rosalega vel og við gáfum þeim mörg skot, þannig að það er samblanda af þessu tvennu.” Signý segir að markmiðið fyrir næsta leik sé að minnka slæmu kaflana sem hafa orðið þeim að falli í seinustu tveimur leikjum. ,,Við erum búnar að eiga slæma kafla bæði úti í Hollandi í 3. leikhluta og núna í 2. leikhluta og þeir eru bara of langir. Þegar það gengur vel þá gengur vel. Við þurfum þess vegna að vinna í því að minnka þessa kafla, ekki gefa heila leikhluta.”

Framhaldið hjá Íslenska landsliðinu eru tveir útileikir gegn Írlandi og Svartfjallalandi og Signý er alveg viss að þar ætlar hún sér tvo sigra. ,,Við unnum Írland í fyrra og hitti fyrra og við ætlum okkur að fara í þann leik til þess að vinna. Markmiðið er að koma út úr þessari undankeppni með 3 sigra. Svartfellingar eru kannski erfiðir á heimavelli en þeir voru að tapa þar á heimavelli svo við eigum bara alla möguleika.”

Fyrir leikinn í gær tók Signý við viðurkenningu fyrir að hafa spilað sinn 50. leik í búningi íslenska landsliðsins þegar Ísland mætti Hollendingum ytra og fékk hún að launum gullúr sem og verðlaunaplagg sem allt landsliðið hafði skrifað undir ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki.

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -