spot_img
HomeFréttirSigmundur, Rögnvaldur og Einar dæma bikarúrslitaleik karla

Sigmundur, Rögnvaldur og Einar dæma bikarúrslitaleik karla

Blaðamannafundur KKÍ fór fram í dag fyrir Poweradebikarúrslitin sem verða á laugardag í Laugardalshöll. Fulltrúar liðanna í úrslitum voru mættir á fundin og birtum við viðtöl við fyrirliða liðanna fjögurra á morgun.
 
Eins og áður hefur komið fram hefst kvennaleikurinn kl. 13:30 en þar mætast Njarðvík og Snæfell en í karlaleiknum eigast við Keflavík og Tindastóll kl. 16:00. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu hjá RÚV.
 
Dómarar í bikarúrslitaleik kvenna:
Kristinn Óskarsson og Georg Andersen. Þetta er í þriðja sinn sem Kristinn dæmir bikarúrslitaleik kvenna en Georg er að dæma sinn annan bikarúrslitaleik. Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsdómari á leiknum.
 
Dómarar í bikarúrslitaleik karla:
Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Sigmundur dæmir um helgina sinn sjöunda bikarúrslitaleik karla, Rögnvaldur dæmir fjórða bikarúrslitaleikinn sinn í karlaflokki og Einar Þór dæmir um helgina sinn fyrsta bikarúrslitaleik í karlaflokki. Björn Leósson verður eftirlitsmaður í leiknum.
 
Mynd/ [email protected] Þríeykið Sigmundur, Rögnvaldur og Einar Þór tóku forskotið á sæluna í gærkvöldi þegar þeir þrír dæmdu bikarviðureign KR og Njarðvíkur í unglingaflokki karla.
  
Fréttir
- Auglýsing -