spot_img
HomeFréttirSigmundur í aðgerð

Sigmundur í aðgerð

14:56

{mosimage}

FIBA dómarinn Sigmundur Már Herbertsson, sem kjörinn hefur verið besti dómarinn úrvalsdeildar undanfarin tvö ár, mun leggjast undir hnífinn um hádegisbilið í dag.

 

Sigmundur er með rifinn liðþófa í hægra hné, og jafnvel í því vinstra líka. Því fer hann í speglun á hægra hné í dag og fær þá að vita hvort hann þarf að fara í speglun á vinstra hné í byrjun janúar.

Hnémeiðsl Sigmundar hafa nú þegar haft sín áhrif, því hann þurfti að segja sig af leik CAB Madeira og Pallacanestro Ribera sem fór fram 14. desember síðastliðinn. Sigmundur hefur tilkynnt FIBA Europe að hann verði frá vegna meiðsla út janúar, en von er á tilnefningum frá FIBA Europe á næstu dögum.

Frétt www.kkdi.is

Fréttir
- Auglýsing -