spot_img
HomeFréttirSigmundur dæmir leik númer 800 - Aðeins einn dómari náð því áður

Sigmundur dæmir leik númer 800 – Aðeins einn dómari náð því áður

Sigmundur Már Herbertsson mun dæma sinn 800. leik í efstu deild karla í kvöld er Keflavík tekur á móti Stjörnunni í Blue höllinni. Fyrsta leik sinn dæmdi Sigmundur einmitt í sömu höll í desember árið 1995 og því er þetta tímabil númer 29 hjá honum. Aðeins tveir dómarar í sögunni hafa náð því að dæma 800 leiki, en því afreki hefur Kristinn Óskarsson einnig náð.

Fréttir
- Auglýsing -