spot_img
HomeFréttirSigmundur dæmir í Evrópukeppnum næstu daga

Sigmundur dæmir í Evrópukeppnum næstu daga

16:50
{mosimage}

(Sigmundur Már) 

Sigmundur Már Herbertsson er á ferðalagi þessa dagana en hann hélt utan í gær og mun dæma einn leik í Evrópubikar karla og tvo í Meistaradeild Evrópu kvenna á næstu dögum. 

Í kvöld dæmir hann leik Dexia Mons og Banvit frá Tyrklandi, sem slógu KR út, í Evrópubikar karla. Einn af meðdómurum verður Chantal Julien frá Frakklandi sem dæmdi m.a. hinn fræga úrslitaleik Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikum sl. sumar. 

Á morgun dæmir Sigmundur í Frakklandi leik US Valenciennes og Kosit frá Slóvakíu í Meistaradeild kvenna.  

Þann 17. heldur svo Sigmundur aftur til Belgíu og dæir aftur hjá Dexia en nú í Meistaradeild kvenna. Þær mæta pólska liðinu Lotos Gdynia.

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -