Í kvöld mun Sigmundur Már Herbertsson dæma í Evrópukeppni FIBA Europe, Eurochallenge, í Danmörku leik Bakken Bears gegn Ural Ekaterinburg. Leikurinn fer fram í Risskov og hefst kl. 18.15. www.kki.is greinir frá.
Hægt verður að fylgjast með beinni tölfræðilýsingu á vef FIBA Europe.
Sigmundur Már er eini virki FIBA dómari okkar Íslendinga og hefur dæmt þó nokkuð fyrir áramót sem og síðastliðin ár fyrir FIBA Europe og meðal annars leik í sömu keppni í öðrum heimaleik Bakken Bears í Danmörku.



