Sigmundur Már Herbertsson var með U20 liði Íslands í Grikklandi í B deildinni. Þar dæmdi hann einn leik á dag og öðlaðist enn meiri reynslu sem er þó orðin töluverð á þeim bænum.
Leikirnir sem hann dæmdi voru:
Svartfjallaland – Georgía 78-55 með Jurgis Laurinavicius frá Litháen og Marko Majkic frá Slóveníu.
Bosnía – Slóvakía 97-51 með Jurgis Laurinavicius frá Litháen og Maciej Nazimek frá Írlandi.
Albanía – Grikkland 35-97 með Marek Maliszewski frá Póllandi og Aliaksandr Syrytsa frá Hvíta Rússlandi en leikurinn var sýndur í beinni útsending í grísku sjónvarpi.
Bosnía – Rúmenía 73-58 með Radomir Vojinovic frá Svartfjallalandi og Aliaksandr Syrytsa frá Hvíta Rússlandi.
Búlgaría – Bosnía 58-74 með Carlos Cortes frá Spáni og Alexander Romanov frá Rússlandi.
Portúgal – Hvíta Rússland 75-74 með Akesandar Glisic frá Serbíu og Maciej Nazimek frá Írlandi.
Hvíta Rússland – Holland 76-43 með Ilias Kounelles frá Kýpur og Borislav Peltekov frá Búlgaríu.
Síðasta daginn dæmdi hann svo leik Rúmeníu og Rússlands um 9. Sætið en leikurinn fór 78-72 fyrir Rússa. Meðdómarar Sigmundar í leiknum voru Aleksandar Glisic frá Serbíu og Charalampos Karakatsounis frá Grikklandi.