Íslenska U20 landsliðið endaði evrópumót U20 landsliða í áttunda sæti og stimplaði sig þar með inn meðal átta bestu körfuboltaliða í þessum árgangi. Það voru hinsvegar fleiri íslendingar í eldlínunni á mótinu en FIBA dómarinn Sigmundur Már Herbertsson var á meðal dómara á mótinu.
Sigmundur dæmdi sjö leiki á níu dögum og dæmi nokkra stóra leiki. Meðal annars dæmdi hann leik Serbíu og Litháen sem var hreinn úrslitaleikur um fimmta sæti mótsins. Einnig dæmdi hann leik Úkraínu og Svíþjóðar um sæti 9-12.
Sigmundur er einn fremsti dómari Íslands og hefur til að mynda einokað verðlaunin um besta dómara Dominos deildarinnar síðustu ár. Hann dæmdi einnig á Eurobasket 2015 auk þess að dæma á evrópumótum á nánast hverju ári.