FIBA dómarinn Sigmundur Már Herbertsson dæmdi í gær viðureign Litháens og Úkraínu í D-riðli EuroBasket sem leikinn er í Riga í Lettlandi. Leikurinn var sá síðasti í riðlinum í gærkvöldi og fór 69-68 fyrir Litháen. Sigmundur dæmdi frammi fyrir 8846 manns sem mættu á völlinn.
Með Sigmundi dæmdu þeir Milivoje Jovcic frá Serbíu og Eddie Viator frá Frakklandi. Það voru Litháar sem gerðu sigurstig leiksins af vítalínunni þegar 1.52mín voru til leiksloka og hvorugu liði tókst á þessum tveimur mínútum að koma niður körfu!
Til hamingju Sigmundur með fyrsta dæmda leikinn í lokakeppni EuroBasket í íslenskri körfuknattleikssögu.



