spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSigmar áfram með Selfoss Körfu

Sigmar áfram með Selfoss Körfu

Sigmar Jóhann Bjarnason verður áfram með Selfossliðinu á komandi keppnistímabili og hefur skrifað undir samning þess efnis. Samningurinn er til eins árs.

Sigmar kom á Selfoss frá Fjölni fyrir næstliðið keppnistímabil og spilaði tæpar 17 mínútur að meðaltali í 16 leikjum í 1. deildinni, þar af 70%  í byrjunarliði.

Þegar að mótið var blásið af á síðasta tímabili var Selfoss í 6. sæti fyrstu deildarinnar, einu sæti fyrir neðan sæti í úrslitakeppninni. 2020-21 tímabil þeirra fer af stað þann 2. október, en þá mun liðið heimsækja Hrunamenn.

Fréttir
- Auglýsing -