spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSigldu framúr í lokaleikhlutanum

Sigldu framúr í lokaleikhlutanum

ÍR lagði nýliða Ármanns í Skógarseli í kvöld í fimmtu umferð Bónus deildar karla, 96-83.

Eftir leikinn er ÍR um miðja deild með þrjá sigra og tvö töp á meðan Ármann er í 12. sætinu, enn án sigurs eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Þrátt fyrir að sigur ÍR hafi að lokum verið nokkuð öruggur í leik kvöldsins leit það þó ekki alltaf út fyrir að svo yrði. Ármann leiðir með sex stigum eftir fyrsta leikhluta og þremur stigum í hálfleik.

Hægt og bítandi ná heimamenn svo tökum á leiknum í seinni hálfleiknum. Leiða mest með sjö stigum í þriðja fjórðung og 16 stigum í þeim fjórða áður en þeir klára leikinn með nokkuð öruggum 13 stiga sigri.

Stigahæstur heimamanna í kvöld var Jacob Falko með 30 stig og Hákon Örn Hjálmarsson bætti við 19 stigum.

Fyrir Ármann voru stigahæstir Bragi Guðmundsson með 30 stig og Lagio Grantsaan með 15 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -