spot_img
HomeFréttirSiggi Þorsteins með tvennu í tapleik

Siggi Þorsteins með tvennu í tapleik

Sigurður Gunnar Þorsteinsson og félagar í Doxa Pefkon mættu toppliði A2 deildarinnar í Grikklandi, Faros Keratsiniou, núna um helgina. Doxa freistaði þess að verða fyrsta liðið til að til að leggja Faros að velli en brást bogalistin og halda því Faros toppsætinu. Sigurður og Doxa sitja í áttunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp.

Sigurður skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á þeim 32 mínútum sem hann spilaði en það dugði ekki til.

Þá spilaði Hörður Axel og félagar í CEZ Nymburk í sameinuðu VTB deildinni þar sem þeir lögðu Tsmoki-Minsk frá Hvíta Rússlandi, 84-93. Hörður skoraði 5 stig og tók 2 fráköst á þeim 10 mínútum sem hann spilaði. Nymburk eru efstir í VTB deildinni með 6 sigra og eitt tap.

Mynd/ www.machitesbc.gr

Fréttir
- Auglýsing -