spot_img
HomeFréttirSiena vann með þremur og leiðir 2-0

Siena vann með þremur og leiðir 2-0

21:02

{mosimage}

Lottomatica Roma og Montepaschi Siena áttust við í öðrum leik liðanna í úrslitum ítalska boltans í kvöld og fór svo að heimamenn í Siena sigurðu 85-82 og leiða 2-0 í einvíginu. Næsti leikur fer fram í Róm á sunnudaginn klukkan 21:00. Okkar maður, Jón Arnór Stefánsson, var í byrjunarliði Roma og skoraði 3 stig í kvöld, öll úr vítum.

Heimamenn í Siena ætluðu greinilega ekki að taka neina sénsa í kvöld og byrjuðu aðfkrafti, komust í 9-2 og héldu 5-10 stiga forystu fram í hálfleik, leiddu 48-38 í hálfleik. Þeir byrjuðu svo af enn meiri krafti í þriðja leikhluta og komust mest 16 stigum yfir í leikhlutanum en að honum loknum var staðan 67-54. Það leit því ekki byrlega út fyrir Rómverja og þegar innan við 2 mínútur voru eftir var 10 stiga munur en þá skoruðu Romamenn tvær þriggja stiga körfur í röð og allt í einu var munurinn orðinn 4 stig. Sienamenn tóku svo kipp og juku muninn en Rómverjar komu til baka í blálokin og leikurinn endaði með þriggja stiga sigri Siena.

Rimantas Kaukenas var stigahæstur heimamanna með 19 stig en Terrell McIntyre skoraði 17. Fyrir gestina skoraði Erazem Lorbek mest eða 22 stig og næstir honum komu Roberto Gabini og David Hawkins með 17 stig hvor. Jón Arnór Stefánsson lék í 26 mínútur í leiknum og skoraði 3 stig, öll úr vítum. Tvö í upphafi leiks og eitt í lokin. Hann klikkaði á öllum 4 tveggja stiga skotum sínum og 1 þriggja stiga, þá tók hann 7 fráköst.

Eins og fyrr segir verður þriðji leikurinn á sunnudag í Róm en á Ítalíu þarf að vinna 4 leiki til að tryggja sér titilinn.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -