spot_img
HomeFréttirSiena mætti til leiks í hálfleik og leiðir 3-0

Siena mætti til leiks í hálfleik og leiðir 3-0

21:07

{mosimage}

Montepaschi Siena færðist skrefi nær ítalska titlinum í kvöld þegar liðið lagði Lottomatica Roma í Róm, 80-72 og leiðir því einvígið 3-0 og þarf einn sigur enn til að tryggja sér titilinn. Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig í kvöld og lék í 25 mínútur.

Romamenn byrjðu frábærlega í leiknum í kvöld og leit allt út fyrir að þeir myndu vinna stórsigur. Þeir voru 16 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og juku forskotið í byrjun annars leikhluta. Sienamenn hresstust þó aðeins í lok þess hluta og minnkuðu muninn í 12 stig fyrir hálfleik.

Það var svo allt annað Sienalið sem mætti í seinni hálfleikinn, var eins og sumir leikmenn liðsins hafi hreinlega ekki verið komnir til Rómar fyrr en þá. Þeir skoruðu 19 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og svo 35 stig í fjórða leikhlutanum og unnu eins og fyrr segir með 8 stigum.

Shaun Stonerook var stigahæstur Sienamanna með 17 stig og næstur honum kom Rimantas Kaukenas með 13. Fyrir Roma skoraði Roko Ukic 14 stig og Ibrahim Jaaber 12. Jón Arnór byrjaði inná hjá Roma og lék í 25 mínútur, skoraði 8 stig og tók 3 fráköst. Hann hitti úr öðru tveggja stiga skoti sínu og 2 af 4 þriggja stiga skotum.

Fjórði leikur liðanna fer fram í Róm á þriðjudagskvöld.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -