spot_img
HomeFréttirSiena í úrslit: Unnu einvígið 3-0

Siena í úrslit: Unnu einvígið 3-0

21:57

{mosimage}
(Ksistof Lavrinovic er oftar en ekki stigahæstur hjá Siena)

Meistararnir í Siena unnu góðan sigur á AJ Milano í kvöld 99-76 á heimavelli sínum og eru því komnir í úrslit í ítölsku úrslitakeppninni en Siena vann þar með einvígið 3-0. Mæta þeir annað hvort Roma eða Air Avellino en þessi lið mætast í þriðja sinn annað kvöld og er staðan 2-0 fyrir Roma.

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og heimamenn í Siena unnu stóran sigur 99-76.

Litháin Ksistof Lavrinovic var stigahæstur Siena manna með 22 stig og Romain Sato var með 21 stig. Fimm leikmenn Siena skoruðu 10 stig eða meira í leiknum.

Hjá gestunum í AJ Milano voru Ansu Sesay og Mindaugas Katelynas stigahæstir með 14 stig. Unglingurinn Danilo Gallinari skoraði 11 stig í leiknum en hann lék allar 40 mínúturnar.

Það kemur í ljós á morgun hvort að Roma menn mæti Siena í úrslitum en staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Roma sem eru á heimavelli.

[email protected]

Mynd: euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -