spot_img
HomeFréttirSíðustu tíu leikir í TM-Höllinni

Síðustu tíu leikir í TM-Höllinni

Keflavík og Njarðvík eigast við í Domino´s deild karla í kvöld. Reykjanesbær iðar af spenningi fyrir viðureign kvöldsins enda hafa þessi tvö lið lengi eldað saman grátt silfur. Karfan.is leit á síðustu tíu deildarleiki liðanna á heimavelli Keflavíkur og þar standa Keflvíkingar betur að vígi, 6-4.
 
 
Síðustu tíu deildarviðureignir Keflavíkur og Njarðvíkur í Keflavík (úrslitakeppni ekki með í upptalningu):
 
2014: Keflavík 105-84 Njarðvík (Keflavík 6-4 Njarðvík)
2012: Keflavík 91-92 Njarðvík (Keflavík 5-4 Njarðvík)
2011: Keflavík 92-72 Njarðvík (Keflavík 5-3 Njarðvík)
2010: Keflavík 78-72 Njarðvík (Keflavík 4-3 Njarðvík)
2010: Keflavík 82-69 Njarðvík (Keflavík 3-3 Njarðvík)
2009: Keflavík 73-83 Njarðvík (Keflavík 2-3 Njarðvík)
2008: Keflavík 75-88 Njarðvík (Keflavík 2-2 Njarðvík)
2007: Keflavík 70-83 Njarðvík (Keflavík 2-1 Njarðvík)
2006: Keflavík 89-73 Njarðvík (Keflavík 2-0 Njarðvík)
2005: Keflavík 94-82 Njarðvík (Keflavík 1-0 Njarðvík)
 
Við skulum ekkert vera með neina silkihanska að þessu sinni. Keflvíkingar eru með montréttinn sín megin þarna innansveitar fyrir leikinn í kvöld en fyrri deildarviðureign liðanna á tímabilinu var nokkuð fjarri því skemmtanagildi sem fólk býst við þegar það kaupir sér aðgang á glímu þessara liða.
 
Í fyrri leiknum þá gerði Keflavík út um leikinn í fyrri hálfleik með 6-24 spretti í öðrum leikhluta. Flestir bjuggust við að grænir myndu svara því í þriðja hluta en önnur eins rispa (9-21) tók við í þeim þriðja. Heimamenn í Njarðvík klóruðu í bakkann í fjórða leikhluta (38-20) en það var um seinann og Keflavík fagnaði sigri. Vonir standa auðvitað til að slagur kvöldsins verði umtalsvert meiri „naglbítur“ en fyrri leikurinn.
 
Viðureign liðanna í kvöld er á Sport TV en það er engu að síður ráð að mæta tímanlega enda jafnan margmenni þegar þessir risar mætast.
  
Mynd/ Davíð Eldur – Damon sækir að Hirti í fyrri leik liðanna á tímabilinu.
Fréttir
- Auglýsing -