spot_img
HomeFréttirSíðustu leikir Íslandsmótsins 2006-07 um helgina

Síðustu leikir Íslandsmótsins 2006-07 um helgina

9:45

{mosimage}

Síðustu leikir þessa körfuboltatímabils fara fram í Laugardalshöll um helgina þegar leikið verður til úrslita í fjórum yngri flokkum. Veislan hefst klukkan 16:30 á föstudag þegar Keflavík og Grindavík mætast í 9. flokki kvenna og strax á eftir mætast svo Hrunamenn og Haukar. Keflavík og Grindavík hófu veturinn í B riðli og Grindavík hefur verið að rokka á milli A og B en Keflavík kom upp eftir 2. umferð og endaði svo á því í fjórðu umferð að vinna alla leiki sína. Haukastúlkur hófu veturinn af miklu kappi og töpuðu ekki leik í fyrstu þremur umferðunum en í þeirri fjórðu töpuðu þær tveimur leikjum, gegn Keflavík og Hrunamönnum. Haukastúlkur urðu bikarmeistarar eftir sigur á Hamri 55-23.
{mosimage}

Klukkan 19:30 eigast svo Njarðvík og FSu við í unglingaflokki karla. Liðin hafa mæst þrisvar í vetur, tvisvar í deildinn og einu sinn í bikar. Njarðvík hefur sigrað alla leikina sem hafa verið mjög jafnir og spennandi. Njarðvíkurliðið er að mestu skipað sömu leikmönnum og unnu 2. deild B liða um síðustu helgi og FSu er að mestu sama lið og lék í 1. deild karla í vetur.KR og Fjölnir eigast svo við klukkan 21:30 en þau hafa einnig mæst þrisvar í vetur og í deildinni unnu liðin sitthvorn sigurinn en í bikarnum slógu Fjölnismenn KR inga út og urðu svo bikarmeistarar þegar þeir lögðu Njarðvík í úrslitunum 90-73. 

{mosimage}

Á laugardaginn hefjast leikar svo klukkan 9 þegar Fjölnir og Breiðablik eigast við í 11. flokki. Liðin hafa verið í toppbaráttunni í þessum flokk í allan vetur og alltaf meðal fjögurra bestu. Klukkan 11 eigast svo við KR og Þór Þorlákshöfn. Gengi þeirra í vetur hefur verið mjög misjafnt, KR hefur unnið flesta leiki sína en Þórsarar töpuðu öllum leikjum sínum í fyrstu umferð A riðils sem og annarri umferð B riðils. Um áramótin kom svo Baldur Ragnarsson heim eftir að hafa verið í KR og í þriðju umferð B riðils unnu Þórsarar alla leiki sína og komust svo í undanúrslitin. Baldur fær því að kljást við fyrrum félaga sína í KR í undanúrslitum líkt og í undanúrslitum í bikar. KR varð bikarmeistari í þessum flokk eftir 88-64 sigur á Fjölni.
{mosimage} 

Síðustu undanúrslit helgarinnar hefjast svo klukkan 15 á laugardaginn þegar Fjölnir og Hamar/Selfoss mæast í 9. flokki karla. Fjölnisstrákarnir hafa ekki tapað leik í þessum flokki í vetur og hafa m.a. leikið sem B lið í 10. flokki þar sem þeir unnu sig úr C riðli í toppbaráttu í B riðli auk þess að komast í bikarúrslit 10. flokks. Hamar/Selfoss byrjaði tímabilið ekki vel, féllu í fyrstu umferð og unnu sig ekki upp aftur fyrr en í þriðju.Klukkan 16:30 eigast svo við Tindastóll og Njarðvík en bæði lið hafa verið í toppbaráttunni við Fjölni í allan vetur.Fjölnir varð bikarmeistari í flokknum eftir að hafa sigrað Hamar/Selfoss 95-40. 

Úrslitaleikur unglingaflokks karla fer fram á laugardaginn kl 13 en aðrir úrslitaleikir verða á sunnudag.
 

[email protected]

Myndir af KR og Haukum: Jón Björn Ólafsson/karfan.is

Myndir af Njarðvík og Fjölnir: www.kr.is/karfa

 

 

Fréttir
- Auglýsing -