spot_img
HomeFréttirSíðasti sigur Tindastóls í Vesturbæ fyrir átján árum

Síðasti sigur Tindastóls í Vesturbæ fyrir átján árum

Leikur tvö í einvígi KR og Tindastóls fer fram kl 19:15 í kvöld. Fyrsti leikur liðanna fór 54-75 fyrir KR á Sauðárkróki og því mikilvægt fyrir Tindastól að jafna einvígið í DHL höllinni í kvöld annars er liðið komið með bakið uppvið vegg. 

 

Leikur kvöldsins fer fram í DHL-höllinni í Vesturbæ en Tindastóll hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við KR þar. Þessu sömu lið mættust í úrslitaeinvíginu fyrir þremur árum þar sem KR vann 3-1 og vann báða heimaleiki sína. 

 

Í raun er orðið gríðarlega langt síðan Tindastóll vann í Frostaskjóli en síðasti sigurleikurinn var árið 2000. Réttara sagt þann 14. desember 2000 en sá leikur endaði 95-105 fyrir Tindastól. Tindastóll endaði í öðru sæti í deildinni þetta tímabilið og fór alla leið í úrslitaeinvígið gegn Njarðvík. 

 

Í þessum leik léku sérfræðingar Körfuboltakvölds gegn hvor öðrum en í liði Tindastóls var Kristinn Friðriksson en Hermann Hauksson lék með KR. Einn leikmaður sem lék með liðunum í þessum leik er enn á ferðinni en það er Axel Kárason sem lék fjórar mínútur í þessum leik fyrir 18 árum. 

 

Síðan 14. desember 2000 hafa þessi lið mæst 19 sinnum í DHL-höllinni í deild-og bikar og KR unnið hvern einasta leik í kvöld. Hvort þessum DHL-hallar álögum verði aflétt í kvöld mun koma í ljós en sagan er ekki með Tindastól fyrir leik. Tapi Tindastóll í kvöld er liðið hinsvegar með bakið upp við vegg og þurfa að vinna þrjá leiki í röð til að ná í Íslandsmeistaratitilinn. 

 

Leikur KR og Tindastóls fer fram kl 19:15 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Honum verður einnig gerð góð skil á Karfan.is í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -