spot_img
HomeFréttirSíðasti leikur tímabilsins: Leikið til úrslita í 11. flokki

Síðasti leikur tímabilsins: Leikið til úrslita í 11. flokki

 
Einn leikur er eftir af tímabilinu 2009-2010 en það er viðureign Breiðabliks og Njarðvíkur í 11. flokki karla í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þessum leik var frestað sökum kærumála í undanúrslitum.
 
Njarðvíkingar lögðu KR á leiðinni í úrslitin í tvíframlengdum leik og Breiðablik hafði betur gegn Þór/Þorlákshöfn en framkvæmd þessa leiks var kærð en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ lét úrslitin standa og því mætast Njarðvík og Breiðablik í kvöld.

Leikurinn hefst kl. 18:30 í Smáranum í Kópavogi.

Fréttir
- Auglýsing -