12:00
{mosimage}
Síðasti dagur félagaskipta í meistaraflokki karla og kvenna er fimmtudagurinn 5. febrúar og er hægt að skipta til miðnættis. Frá og með 6. febrúar eru öll félagaskipti í þessum flokkum óheimil til loka keppnistímabilsins.
Félagaskipti í yngri flokkunum eru áfram heimil til 28. febrúar. Á morgun er einnig síðasti dagur til að skrá venslasamninga hjá KKÍ á yfirstandandi keppnistímabili.
Skrifstofa KKÍ er opin til kl. 16:00 alla virka daga, en einnig er hægt að senda beiðnir um félagaskipti á faxi til KKÍ. Faxnúmerið er 514-4101.
Nánar á heimasíðu KKÍ, www.kki.is



