spot_img
HomeFréttirShouse: Stuðningurinn í Stykkishólmi er frábær

Shouse: Stuðningurinn í Stykkishólmi er frábær

09:15
{mosimage}

 

(Justin Shouse) 

 

Leikstjórnandinn Justin Shouse segir að í dag sé hann vafalaust að leika sinn stærsta leik á Íslandi til þessa. Shouse sem fyrst gerði garðinn frægan með Drangi á Vík í Mýrdal er nú höfuðið á bak við flestar sóknir hjá einu sterkasta liði landsins. Shouse hefur farið á kostum með Snæfell í vetur og gerir 20,6 stig að meðaltali í leik. Hann segir alla í Stykkishólmi mjög spennta fyrir leiknum.

 

,,Það eru spennandi hlutir að gerast, ég er kennari í Stykkishólmi og bikarleikurinn er það eina sem sem kemst að hjá nemendum, samkennurum mínum og jafnvel fólki sem maður hittir úti í búð,” sagði Shouse kátur í bragði sem telur að margir úr Stykkishólmi muni leggja leið sína í Höllina. Við hverjum býst hann frá Fjölnismönnum í dag?

 

,,Það getur verið að Fjölnir reyni að hægja á leiknum en við erum lið sem getur leikið með mismunandi stíl en við munum örugglega koma til með að gera hluti sem Fjölnismenn vilja ekki gera. Við getum hlaupið og hægt á leiknum og þetta árið tel ég okkur vera sterkari sóknarlega en í fyrra,” sagði Shouse. Fjölnismenn mega láta sér kvíða fyrir vörn Snæfellinga sem er ein sú besta í deildinni og sér í lagi á hálfum velli.

 

,,Við höfum ávallt sagt að vörnin sé okkar lifibrauð og þetta árið hefur okkur tekist misvel að leika okkar bestu vörn. Á hverri æfingu förum við vandlega yfir okkar vörn en það er merkilegt að vörnin okkar hefur verið hvað best í bikarleikjunum í ár. Vörnin okkar hefur verið betri í bikarnum en í deildinni og ég tel að það sé út af því að einhvern veginn mætum við einbeittari í bikarleiki en deildarleiki,” sagði Shouse og skyldi engan undra enda vann Geoff Kotila fjóra bikartitla í röð í Danmörku sem þjálfari svo hann veit hvað hann syngur í bikarleikjum.

 

,,Við höfum reynda leikmenn í okkar röðum sem áður hafa leikið til bikarúrslita og ég er viss um að okkur tekst að að landa sigri í dag ef við getum sett sama framlag í leikinn og undanfarna bikarleiki. Þetta er vafalítið minn stærsti leikur á Íslandi til þessa og vitaskuld finnur maður fyrir pressu en stuðningurinn í Stykkishólmi er frábær,” sagði Shouse sem bjóst ekki við því að Snæfellingar myndu gera neitt sérstakt eða óhefðbundið í leiknum í dag. ,,Við ætlum bara að leika okkar leik því það hefur skilað okkur hingað í Laugardalshöll,” sagði Shouse að lokum en Snæfellingar fóru ekki auðveldu leiðin í Höllina eins og sjá má hér að neðan.

 

Haukar 63-89 Snæfell
Þór Akureyri 74-106 Snæfell
Snæfell 86-84 Keflavík
Njarðvík 77-94 Snæfell
 

Á leið sinni í Höllina ruddu Snæfellingar Njarðvík og Keflavík úr vegi eða þremur úrvalsdeildarliðum en Fjölnismenn mættu aðeins einu úrvalsdeildarliði á leið sinni í Höllina.  

Snæfell-Fjölnir kl. 16:00 í dag í beinni á RÚV og að sjálfsögðu verður leikurinn í máli og myndum hér á karfan.is. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -