spot_img
HomeFréttirSherrod Nigel Wright til Snæfells

Sherrod Nigel Wright til Snæfells

Snæfell hefur náð samningum við Sherrod Nigel Wright um að leika með karlaliði Snæfelli næsta vetur. Sherrod lék með George Mason háskólanum og skoraði kappinn 15.6 stig að meðaltali í leik á lokaári sínu. Sherrod þykir fjölhæfur leikmaður sem leikur stöðu 2-4. Hann útskrifaðist í fyrra ´13-´14 og reyndi eins og margir að komast í D-League og NBA en komst ekki eins langt í þeirri strembnu baráttu og hann dreymdi um. Snæfell.is greinir frá. 

Á heimasíðu Hólmara segir einnig:

Nú verður pappírsvinnan sett á fultt og við stefnum á að hann verði kominn hingað til okkar um miðjan september.

Fréttir
- Auglýsing -