spot_img
HomeFréttirShaq í fimmta sætið á stigalista NBA

Shaq í fimmta sætið á stigalista NBA

11:19:40

Shaquille O‘Neal tók enn eitt skrefið í sögubókum NBA í nótt þegar hann gerði 13 stig í sigri Phoenix Suns á Washington Wizards. Þau stig ýttu honum upp fyrir Moses Malone á stigalista NBA-deildarinnar og eru nú einungis fjórir leikmenn sem hafa skorað fleiri stig á ferli sínum.

 

Shaq er nú kominn með 27.411 stig en þar sem næsti maður, Wilt Chamberlain, er 4.008 stigum á undan honum, er rökrétt að álykta sem svo að hann komist ekki hærra á þessum lista. Þar fyrir ofan eru Michael Jordan með 32.292, Karl Malone með 36.928 og efstur er Kareem Abdul-Jabbar 38.387 stig.
Shaq hefur verið að feta sig hægt og örugglega upp listann á árinu, enda er hópurinn þéttur á topp 10, en þarf að sætta sig við að komast vart lengra. Hann er þó stoltur af afreki sínu þó hann vildi óska þess að hafa komist lengra.
„Þetta er gott en ég er engu að síður svolítið vonsvikinn með sjálfan mig. Tölulega séð hef ég misst af um þremur tímabilum þegar litið er á leikina sem ég hef leikið og svo hef ég misnotað 5000 vítaköst. Ef það hefði verið í lagi væri ég eflaust í öðru eða þriðja sæti í dag.“
Hann bætti því svo við í léttum dúr eins og hans er von og vísa: „Þetta sýnir kannski best hvað ég hef verið stöðugur á ferlinum. Næstur í röðinni er óskilgetinn faðir minn, Wilt Chamberlain, þannig að ég vona að ég geti gert eins og í Star Wars og náð föður mínum.“

Ferill Shaq

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -