spot_img
HomeFréttirShaq hugsanlega á leið til Phoenix

Shaq hugsanlega á leið til Phoenix

11:34
{mosimage}

Svo gæti farið að Shaquille O'Neal sé á leið til Phoenix Suns frá Miami Heat í skiptum fyrir Shawn Marion. Miami er með versta árangur allra liða í NBA-deildinni en liðið varð meistari fyrir aðeins tæpum tveimur árum síðan. Shaquille O'Neal hefur átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur verið heill hefur hann ekki verið að spila neitt sérstaklega vel. Frá þessu er greint á www.visir.is  

Eftir því sem kemur fram í fjölmiðlum í Bandaríkjunum mun Marion hafa samþykkt félagaskiptin fyrir sitt leyti. Þar að auki myndi Miami fá Marcus Banks frá Phoenix. 

Shaq var í ár í fyrsta skipti í fimmtán ár ekki valinn til að spila í stjörnuleik NBA-deildarinnar.  

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -