Shaquille O‘Neal, miðherji Cleveland Cavaliers, verður að öllum líkindum frá keppni fram að upphafi úrslitakeppni NBA. Shaq meiddist á þumalfingri eftir gróft brot Glen Davis hjá Boston á dögunum og þarf að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna.
Hann verður sennilega frá keppni í sex til átta vikur og missir jafnvel af fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ætti að vera til í slaginn áður en Cavs mæta Dwight Howard og Orlando Magic.
Cavs verða því að treysta á Anderson Varejao í miðherjanum þar til Shaq kemur aftur, en þó er ekki talið ólíklegt að Zydrunas Ilgauskas snúi aftur til liðsins eftir að hafa fegnið sig lausan frá Washington Wizards þangað sem honum var skipt fyrir Atawn Jamison.
H: Yahoo! Sports



