spot_img
HomeFréttirShanna Dacanay ekki með Stjörnunni í kvöld

Shanna Dacanay ekki með Stjörnunni í kvöld

 

Shanna Dacanay verður ekki með Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðsins gegn Snæfelli í kvöld. Samkvæmt forráðamönnum liðsins er Shanna aðeins nýkomin aftur til landsins eftir að hafa eytt síðustu dögum á ferðalagi. Ljóst er því að mikið mun mæða á hinum erlenda leikmanni liðsins, Dani Rodriguez, í leik kvöldsins, en það hefur oft verið hlutverk Shanna að koma inn á og hvíla hana. Shanna er bæði leikreyndasti leikstjórnandi liðsins fyrir utan Dani, sem og hefur hún reynsluna af því að leika gegn Snæfell í úrslitakeppninni, en hún var í lið Hauka sem að lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við þær í fyrra. Gert er ráð fyrir að Shanna verði komin aftur í hóp liðsins í öðrum leik einvígissins sem fram fer í Ásgarði næsta laugardag.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -