spot_img
HomeFréttirSex til níu mánuðir hjá Kobe

Sex til níu mánuðir hjá Kobe

Kobe Bryant fór í aðgerð í gær vegna hásinaslitanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Golden State. Leiktíðin er á enda og telur Gary Vitti einkaþjálfari Lakers að Kobe þurfi sex til níu mánuði til að jafna sig.
 
Bryant hefur jafnan verið fljótur að jafna sig á minniháttar meiðslum en þessi eru þau stærstu á ferli hans. Mitch Kupchak framkvæmdastjóri Lakers og Vitti telja að hann gæti náði upphafi næstu leiktíðar.
 
Kupchak sagði það vera víðsfjarri huga forsvarsmanna Lakers að beita ,,Amnesty-klásúlunni” á Kobe en þannig getur félagið losað sig við leikmanninn en Kobe mun þéna um 30,5 milljónir dollara hjá Lakers á næsta tímabili.
 
Eftir meiðsli Kobe hafa gagnrýnisraddir látið í sér heyra enda Kobe sá leikmaður yfir þrítugu sem leikið hefur flestar mínútur í deildinni á þessu tímabili og hjó nærri 46 mínútum í sjö leikjum í röð áður en hann meiddist.
  
Fréttir
- Auglýsing -