Sex leikir fara fram í fyrstu deildum karla og kvenna í kvöld.
Í fyrstu deild karla tekur Snæfell á móti KV, Haukar heimsækja Breiðablik, Fylkir og Fjölnir eigast við í Árbænum og á Höfn taka heimamenn í Sindra á móti liði Hamars.
Í fyrstu deild kvenna tekur Snæfell á móti b liði Njarðvíkur og á Selfossi mæta heimakonur liði Aþenu.
Leikir dagsins
Snæfell KV – kl. 17:30
Breiðablik Haukar – kl. 19:15
Fylkir Fjölnir – kl. 19:15
Sindri Hamar – kl. 19:15
Snæfell Njarðvík b – kl. 20:00
Selfoss Aþena – kl. 20:15



