spot_img
HomeBikarkeppniSex leikir á dagskrá 16 liða úrslita VÍS bikarkeppninnar í dag

Sex leikir á dagskrá 16 liða úrslita VÍS bikarkeppninnar í dag

Sex leikir fara fram í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla og kvenna í dag.

16 liða úrslitin rúlluðu af stað í gær hjá konum, en þá tryggðu sig áfram Njarðvík, Hamar/Þór, Stjarnan og Þór Akureyri. Þá fóru Keflavík og Grindavík einnig áfram eftir að andstæðingar þeirra gáfu leiki sína gegn þeim.

16 liða úrslitin klárast því í dag með tveimur leikjum, þar sem ríkjandi bikarmeistarar Hauka mæta liði Ármanns í Ólafssal og í Origo höllinni fær Valur lið Breiðabliks í heimsókn.

Þá rúlla af stað 16 liða úrslitin hjá körlunum með fjórum leikjum.

Tölfræði leikja

Leikir dagsins

16 liða úrslit VÍS bikar kvenna

Haukar Ármann – kl. 19:15

Valur Breiðablik – kl. 19:30

16 liða úrslit VÍS bikar karla

Ármann Stjarnan – kl. 14:00

Hamar Höttur – kl. 16:00

Breiðablik Tindastóll – kl. 16:00

KV Valur – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -