16:00
{mosimage}
Í dag byrjar Scania-Cup mótið í Södertaalje í Svíþjóð. Í þetta sinn verða sex íslensk lið á mótinu. Hjá strákunum verða UMFN (1992), Keflavík (1993), Þór, Þorláksshöfn (1994) og Stjarnan (1995) í eldlínunni. Á mótinu verða tvö stelpulið Keflavík (1993) og Keflavík (1994).
Almennt má segja um þessi lið að þau eru vel þjálfuð, sömu þjálfarar hafa í flestum tilfellum þjálfað þessi lið lengi, leikmenn liðanna hafa æft vel síðustu ár og að þau flest verið mjög sigursæl. Njarðvíkurliðið og Keflavíkurliðin hafa hampað mörgum bikar- og Íslandsmeistaratitlum síðustu ár. Þórsliðið hefur alltaf lent ofarlega í lokaumferð Íslandsmótsins og Stjörnustrákarnir teljast vera líklegir að lenda í fyrsta eða öðru sæti í sínum flokk í vor.
Hægt er að fylgjast með úrslitum leikja mótsins á heimasíðu SBBK.



