spot_img
HomeFréttirSex í röð hjá Spurs - Orlando lagði Miami

Sex í röð hjá Spurs – Orlando lagði Miami

Í nótt fóru 11 leikir fram í NBA deildinni þar sem Tony Parker var heitur í sigri San Antonio og Orlando Magic höfðu betur þegar Miami Heat komu í heimsókn.
 
 
 
Philadelphia 90-100 San Antonio Spurs
Tony Parker fór fyrir gestaliði Spurs í nótt með 37 stig og 8 fráköst og Gary Neal bætti við 18 sitgum, 6 stoðsendingum og 5 fráköstum af bekknum hjá Spurs. Hjá 76ers var Louis Williams með 22 stig af bekknum, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Orlando 102-89 Miami Heat
Ryan Anderson var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og 11 fráköst. Dwight Howard lét ekki sitt heldur eftir liggja með 25 stig og 24 fráköst. Hjá Miami var Dwyane Wade með 33 stig en LeBron James bætti við 17 stigum, 10 stoðsendingum og 6 fráköstum.
 
 
Önnur úrslit næturinnar
 
Toronto 99-105 Milwaukee
Washington 93-107 New York
Celveland 99-92 LA Clippers
New Jersey 92-99 Detroit
Atlanta 97-87 Indiana
Memphis 85-80 Minnesota
New Orleans 67-90 Chicago
Denver 95-105 Dallas
Portland 96-103 Houston
 
  
Fréttir
- Auglýsing -