spot_img
HomeFréttirSetti niður sigurkörfu frá miðju

Setti niður sigurkörfu frá miðju

Selfoss/Hrunamenn mættu Fjölni í unglingaflokki í gær. Leikurinn fór fram í Egilshöll og úr varð æsilegur leikur þar sem liðin skiptust oft á forystunni. Þegar tvær sekúndur voru eftir jafna Fjölnismenn leikinn, 65-65, eftir að hafa sett niður þriggja stiga skot og víti að auki.

Þar sem gestirnir áttu ekkert leikhlé eftir þurfti Arnór Bjarki Eyþórsson að láta vaða áður en hann komst að miðlínunni. Gerði hann sér lítið fyrir og negldi skotinu niður og tryggði sínu liði 68-65 sigur.

Nánar má lesa um leikinn á vefsíðu Selfoss körfu.

Fréttir
- Auglýsing -