spot_img
HomeFréttirSet ekki fram væntingar né markmið

Set ekki fram væntingar né markmið

 
Landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist blæs ekki í neina herlúðra fyrir Norðurlandamótið sem hefst í Svíþjóð á næstu dögum. Hann hefur þó trú á því að íslenska liðið gæti orðið erfitt viðureignar á mótinu en hann ætlar ekki að setja fram neinar væntingar né markmið.
,,Við hófum okkar vinnu síðla júnímánaðar, síðan þá hefur verið að mestu æft tvisvar sinnum á dag vegna Norðurlandamótsins og vitaskuld vinaleikjanna gegn Kína síðar á árinu,“ sagði Öqvist á blaðamannafundi fyrir Norðurlandamótið í gær.
 
,,Ég er sáttur við framlag leikmanna undanfarið og sáttur við þau skref sem tekin hafa verið. Ég ætla ekki að setja fram neinar væntingar og ekki heldur markmið en ég bíð spenntur eftir Norðurlandamótinu. Ég ég á von á því að liðið muni læra ýmislegt um sjálft sig og hvað þurfi að laga fyrir framtíðina og ég hef fulla trú á því að við gætum orðið illir viðureignar á NM.“
 
Mynd/ www.kki.is Peter Öqvist og Pétur Sigurðsson annar af tveimur aðstoðarmönnum Öqvist á blaðamannafundinum í gær.
 
Fréttir
- Auglýsing -