spot_img
HomeFréttirSérfræðingar höfðu sjö sæti rétt í spánni

Sérfræðingar höfðu sjö sæti rétt í spánni

Líkt og síðustu tímabil setti Karfan.is upp spá fyrir deildina þar sem sérfræðingar og pennar Karfan.is settu sig í spámannssætið og stóðu sig merkilega vel í þetta skiptið. 

 

Það er helst Reykjanesliðin Njarðvík og Grindavík sem komu á óvart og það á mismunandi stöðum á töflunni. Njarðvík var spáð fimmta sæti en endaði í því níunda. Grindavík var spáð 10. sæti en endaði með heimaleikjarétt í átta liða úrslitum. Sérfræðingar voru hinsvegar með efstu þrjú sætin og fallsætin hárrétt. 

 

Spánna og lokastöðuna má finna hér að neðan: 

 

Spá sérfræðinga Karfan.is fyrir Dominos deild karla 16/17:

 

1. KR – 11.37 stig

2. Stjarnan – 11.27 stig

3. Tindastóll – 9.73 stig

4. Þór frá Þorlákshöfn – 8.07 stig

5. Njarðvík – 7.63 stig

6. Keflavík – 5.93 stig

7. Haukar – 5.90 stig

8. Þór frá Akureyri – 5.50 stig

9. ÍR – 5.13 stig

10. Grindavík – 4.23 stig

11. Skallagrímur – 2.07 stig

12. Snæfell – 1.17 stig

 

Lokastaða í Dominos deild karla: (Undirstrikað var spáð réttu sæti)

 

1. KR 

2. Stjarnan

3. Tindastóll

4. Grindavík (spáð 10 sæti)

5. Þór Þ (Spáð 4. sæti)

6. Keflavík 

7. ÍR (Spáð 9. sæti)

8. Þór Ak 

9. Njarðvík (Spáð 5 sæti)

10. Haukar (Spáð 7. sæti)

11. Skallagrímur

12. Snæfell 

 

 

Eins og kom fram voru það þeir sem að starfa fyrir karfan.is sem að stóðu að þessari spá ásamt eftirfarandi einstaklingum:

 

Atli Fannar Bjarkarson (ritstjóri Nútímans), Pálmi Þór Sævarsson (fv. þjálfari Skallagríms), Ægir Þór Steinarsson (atvinnumaður á Spáni), Ágúst Björgvinsson (þjálfari karlaliðs Vals), Anna María Sveinsdóttir (fv. leikmaður Keflavíkur), Margrét Ósk Einarsdóttir (leikmaður Fjölnis), Sara Rún Hinriksdóttir (leikmaður Canisius College), Margrét Kara Sturludóttir (landsliðskona), Lovísa Björt Henningsdóttir (leikmaður Marist College), Helga Einarsdóttir (fv. leikmaður KR og Grindavíkur), Heiðrún Kristmundsdóttir (þjálfari KR), Björn Einarsson (Þjálfari), Guðjón Skúlason (fyrrum leikmaður og þjálfari), Guðmundur Ingi Skúlason (Þjálfari)

Fréttir
- Auglýsing -