Í öðrum leik dagsins í dag mættust risarnir í Evrópuboltanum, Serbía og Spánn. Margir vilja meina að þetta verði svo að lokum jafnvel úrslitaleikur mótsins enda bæði lið drekkhlaðin reynslu og sterkum leikmönnum úr öllum bestu liðum heims. Spánverjar leiddu með tveimur stigum í hálfleik en sterkur þriðji leikhluta Serba kom þeim í 7 stiga forystu.
Spánverjar eru hinsvegar engin lömb og jöfnuðu leikinn fljótlega í fjórða leikhluta. Á lokakaflanum var allt í járnum en það voru þristar frá Nemanja Bjelica og Bodgan Bogdanovic sem vógu þungt á lokasprettinum og Serbar líkt í upphafi síðasta EM gengu frá borði með sigur. Þess má geta að Spánverjar hófu einmitt síðasta EM með sama hætti, sum sé töpuðu fyrsta riðla leik fyrir Serbum en urðu svo meistarar.
Mynd: Pau Ribas setur tvö stig gegn Serbum.



