spot_img
HomeFréttirSerbar, Króatar og Frakkar loka Ólympíuhringnum

Serbar, Króatar og Frakkar loka Ólympíuhringnum

Þá er það orðið ljóst hvernig málum verður háttað á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í körfuboltakeppninni. Að lokinni útsláttarkeppninni um síðustu lausu sætin er komið á hreint hvaða lið munu skipa A og B riðlna í Ríó.

A – riðill
Frakkland
Bandaríkin
Venesúela
Serbía
Kína
Ástralía

B – riðill
Argentína
Spánn
Brasilía
Litháen
Króatía
Nígería

Serbía, Króatía og Frakkland tryggðu sér síðustu sætin inn til Ríó en keppnin á Ólympíuleikunum í körfubolta fer fram dagana 6.-21. ágúst. Fjögur efstu liðin í A og B riðli fara áfram í 8-liða útsláttarkeppni sem fer síðan í brons- og úrslitaleik. Sem fyrr má gera ráð fyrir að ógnarsterkt lið Bandaríkjanna geri mikið og hávært tilkall í Ólympíugullið sem þeir t.d. hámuðu í sig 2012 í London.

Keppnisdagskráin í Ríó

Mynd/ Hörður Tulinius: Teodosic og félagar í Serbíu eru á leið til Ríó að lokinni útsláttarkeppni en hann hefur lengi dreymt um að keppa á Ólympíuleikunum.

Fréttir
- Auglýsing -