Serbía er Evrópumeistari U18 ára landsliða eftir 74-62 sigur á Spáni í úrslitaleik liðanna um gullið. Úrslitin fóru fram í Slóvakíu þar sem Nikola Mikovic leikmaður Serbíu var valinn besti leikmaðurinn.
Serbar lögðu grunninn að sigrinum með 21-11 þriðja leikhluta. Litháen hafnaði í 3. sæti eftir spennandi 97-88 sigur á Tyrklandi í bronsleiknum. Þá voru það Slóvenar og heimamenn í Slóvakíu sem urðu að fella sig við að falla niður í B-deild fyrir sumarið 2018. Upp í A-riðil í þeirra stað koma Króatía og Bretland þar sem Króatar höfðu 90-84 sigur á Bretum í úrslitaleik B-deildar.
Mynd/ Fibaeurope.com – U18 Evrópumeistarar Serbíu.