spot_img
HomeFréttirSendu inn myndir af körfum/körfuboltavöllum

Sendu inn myndir af körfum/körfuboltavöllum

Þær eru ófáar körfurnar sem settar hafa verið upp á bílskúrinn, í bakgarðinum, á næsta rólóvelli, inni í herbergi eða jafnvel hreinlega úti á túni eins og Sigmundur Már Herbertsson körfuboltadómari komst að raun um á ferðalagi sínu um landið.
 
Á Holti í Önundarfirði gefur að líta þessa körfu og þó aðstæður til fótavinnu séu nú ekki upp á marga fiska má vissulega bæta strokuna innan um þennan myndarlega fjallasal.
 
Við viljum endilega sjá fleira af svona myndum og því væri gaman ef lesendur myndu deila myndum af körfum og körfuboltavöllum sem verða á ykkar vegi. Hægt er að senda myndirnar á [email protected] – skella þeim á Twitter með #korfuboltavollur eða deila myndinni á síðu Karfan.is á Facebook: https://www.facebook.com/karfan.is
 
Skemmtileg umsögn um körfuna/körfuboltavöllinn mætti einnig fylgja með og þá hvar viðkomandi karfa/körfuboltavöllur eru á landinu.
  
Fréttir
- Auglýsing -