spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSenda frá sér yfirlýsingu vegna leikmanns andstæðingsins

Senda frá sér yfirlýsingu vegna leikmanns andstæðingsins

Stjarnan hafði betur gegn Val í gær í lokaleik 2. umferðar Bónus deildar karla.

Var þetta í annað skiptið sem Stjarnan hefur betur gegn Val á síðustu vikum, en fyrir tveimur helgum unnu þeir þá einnig í meistarakeppni KKÍ.

Stjarnan hafði á að tefla nýjum leikmanni í gær sem var ekki með þeim í meistaraleiknum. Sá heitir Pablo Bertone og fór hann mikinn í leiknum, skoraði m.a. 19 stig. Þá er hann fyrrum leikmaður Vals, en með honum fór hann alla leið í lokaleik úrslita 2022 þar sem liðið tapaði fyrir Tindastóli í N1 höllinni.

Eftir þann leik fannst Pablo dómarar leiksins eitthvað hafa gert á sinn hlut og fór svo að hann lét einhver orð falla sem urðu þess valdandi að hann var úrskurðaður í fimm leikja bann.

Síðan þá hefur hann ekki leikið á Íslandi, fyrr en nú, og þurfti hann því að taka út þetta fimm leikja bann í upphafi leiktíðar.

Íslandsmeistarar Stjörnunnar sáu sér leik á borði. Sömdu við Pablo sem leikmann KFG og létu hann taka út lungann af banninu með því neðri deildar liði félagsins. Í raun tók hann aðeins út tvo af leikjunum fimm með Stjörnunni.

Líkt og sjá má í yfirlýsingu Vals er þeim að einhverju leyti misboðið og hvetja þeir félög til að taka ekki upp þann ósið að gera slíkt og Stjarnan gerði.

Fréttir
- Auglýsing -