spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSemur við Evrópumeistarana til 2027

Semur við Evrópumeistarana til 2027

Tryggvi Snær Hlinason hefur framlengt samning sinn við Bilbao í ACB deildinni á Spáni til næstu tveggja ára.

Tryggvi hefur leikið í ACB deildinni síðan 2017, en á þeim tíma hefur hann verið leikmaður Valencia, Obradoiro, Zaragoza og Bilbao síðan 2023.

Á yfirstandandi tímabili hefur hann skilað flottu framlagi, leiðir deildina í sóknarfráköstum og er í fimmta sæti yfir vörð skot að meðaltali í leik.

Liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í deildinni á þessum árum síðan Tryggvi kom til liðsins, en fyrr á árinu náðu þeir að vinna ótrúlegan sigur er þeir urðu Evrópumeistarar með því að vinna FIBA Europe Cup.

Fréttir
- Auglýsing -