spot_img
HomeFréttirSemur við Grindavík til 2025

Semur við Grindavík til 2025

Hjörtfríður Óðinsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning fyrir Grindavík. Gerir hún samning við félagið til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2024-2025.

Hjörtfríður er bakvörður og er fædd árið 2007. Þrátt fyrir ungan aldur tók hún þátt í 4 leikjum með Grindavík á síðustu leiktíð.

„Hjörtfríður er framtíðar leikmaður hjá Grindavík og það er mjög jákvætt að hún sé búinn að skrifa undir samning við félagið til næstu ára,“ segir Þorleifur Ólafsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.

Fréttir
- Auglýsing -