spot_img
HomeFréttirSemur við Grindavík

Semur við Grindavík

Grindavík hefur samið við Dagný Lísu Davíðsdóttur fyrir yfirstandandi tímabil í Subway deild kvenna.

Dagný Lísa, sem er 27 ára miðherji, kemur til Grindavíkur frá Fjölni en hún hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðan í desember 2022. Áður en hún meiddist var hún lykilmaður í liði Fjölnis og var valinn besti leikmaður Subway-deildar kvenna vorið 2022.

Dagný er uppalinn í Hamri, en ásamt með þeim og Fjölni hefur hún einnig áður leikið í bandaríska háskólaboltanum.

Fréttir
- Auglýsing -