spot_img

Semur við Breiðablik

Breiðablik hefur samið við Sóllilju Bjarnadóttur fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.

Sóllilja er að upplagi úr Breiðablik, en ásamt þeim hefur hún leikið fyrir meistaraflokka KR, Stjörnunnar og Vals og Umea í Svíþjóð .Þá hefur hún einnig leikið 6 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Hennar síðasta heila tímabil á Íslandi var veturinn 2020-21, en þá lék hún fyrir Breiðablik og skilaði 8 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -